Jólamót UMSS í frjálsum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.12.2009
kl. 09.26
Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 20. desember. Mótið hefst kl. 13 og lýkur um kl. 17. Keppt verður í öllum aldursflokkum.
Keppnisgreinar:
35m hlaup, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, hástökk, langstökk og þrístökk án atrennu.
Framkvæmdaaðilar mótsins bjóða þeim sem hafa áhuga á að aðstoða við framkvæmd mótsins, að senda skeyti á gsig5@simnet.is en alltaf er þörf fyrir sjálfboðaliða í hvers konar störf. Fólk er einnig hvatt til að kíkja upp í íþróttahús og fylgjast með ungu og efnilegu frjálsíþróttafólki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.