Jólalag í boði Tónlistarskólans
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
21.12.2009
kl. 15.54
Nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar sungu og spiluðu víðsvegar um Skagafjörð nú fyrir skömmu en skólinn fagnar nú tíu ára starfsafmæli sínu eftir að Tónlistarskólinn á Sauðárkróki og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir árið 1999.
Á YouTube er að finna myndskeið frá einum tónleikunum í Frímúrarahúsinu þar sem jólagleðin er allsráðandi og gott að koma sér í jólaskap með ljúfum lúðrablæstri.
http://www.youtube.com/watch?v=D8ydM11w4W4
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.