Jólahús Húnaþings vestra 2009
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
28.12.2009
kl. 10.35
Haldin var samkeppni um Jólahús Húnaþings vestra 2009 fyrir jólin þar sem íbúar svæðisins gátu sent inn tilnefningar. Brekkugata 11 varð fyrir valinu og er jólahúsið í ár að mati Vestur- Húnvetninga.
Á Norðanáttinni segir að það hafi verið hús Matta og Stellu, Brekkugata 11, sem fékk flestar tilnefningar í samkeppni Norðanáttar um Jólahús Húnaþings vestra 2009. Vegna þessa fóru sérlegir erindrekar Norðanáttar og afhentu húsráðendum viðurkenningarskjal og vegleg verðlaun í formi gjafabréfs á Flugeldasölu björgunarsveitarinnar Húnar, að verðmæti kr. 20.000,- Þá má segja að þau séu vel að þessu komin, enda nokkur fögur jólaljós á þeim bænum eins og sjá má.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.