Jólahús Húnaþings vestra 2009

jolahus_hunathings_vestraNorðanáttin ætlar að endurvekja verðlaunasamkeppni nú í desember en Forsvar stóð fyrir álíka keppni áður fyrr en hún er einföld og gengur út á jólalegasta húsið í Húnaþingi vestra.Samkepnnin er eins konar kosning um flottast jólaskreytta húsið (eða íbúð) í Húnaþingi vestra, Jólahúsið, og eru bæði fjölskylduhús og fyrirtækjahús í sama flokki. Það eina sem þarf að gera er að tilnefna það hús sem fær þitt atkvæði og svo verða atkvæðin talin saman. Ekki er hægt að tilnefna sitt eigið hús. Tilnefningarnar þurfa að berast fyrir 20. desember næstkomandi og verður að koma fram heimilisfang hins tilnefnda húss og fullt nafn þess sem tilnefnir. Tilnefningarnar er hægt að senda í tölvupósti,  info@nordanatt, eða bréfpósti, Norðanátt sf., Ásbraut 4, 530 Hvammstangi.

Veitt verða verðlaun fyrir Jólahús Húnaþings vestra 2009 og eru þau ekki af verri endanum. Verðlaunin verða í formi gjafabréfs á Flugeldasölu björgunarsveitarinnar Húnar að verðmæti kr. 20.000,-. 

Úrslitin verða birt þann 23. desember, Þorláksmessu, og munu verðlaunin afhendast þann sama dag. 

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir