Jólahlaðborð Rótarý og ljós tendruð á Kirkjutorginu
Það verður hátíðarstemning á Sauðárkróki í dag, laugardaginn 2. desember, þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn. Áður en kemur að þeim ljúfa viðburði bjóða Rotarýfélagar gestum og gangandi í árlegt jólahlaðborð í íþróttahúsinu á Króknum og hefst veislan kl. 12 á hádegi.
„Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri mun flytja hátíðarávarp, Stjörnukór og Barna- og unglingakór Tónadans syngja, Benedikt Búálfur og félagar stíga á svið og dansað verður í kringum jólatréð. Þá hefur einnig heyrst að jólasveinarnir og Grýla og Leppalúði verði á ferðinni,“ segir á heimasíðu Skagafjarðar.
Þar eru íbúar hvattir til þess að fjölmenna snemma í bæinn og njóta aðventustemningarinnar í gamla bænum en reiknað er með skagfirsku logni og dálitlu frosti. Fullkomið tækifæri til þess að eiga góða stund saman!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.