Jólagetraun Umferðarstofu

umferdarstofaÍ ár verður jólagetraun Umferðarstofu með nýju sniði. Að þessu sinni mun jólagetraunin verða í formi rafræns jóladagatals sem mun birtast á umferd.is og geta grunnskólabörn tekið þátt.

Frá 1. desember til 24. desember geta grunnskólabörn svarað nýrri spurningu daglega og komist þannig í verðlaunapott. Á hverjum degi verður heppinn þátttakandi dreginn út og hlýtur hann skemmtileg verðlaun. Auk þess sem þátttakendur merkja svörin með sínu nafni þá er hægt að merkja svörin líka með nafni bekkjar og skóla. Einn heppinn bekkur verður dreginn út í lokin og fær hann að launum pítsuveislu og DVD mynd.

Krakkarnir geta svarað spurningunum hvort sem er í skólanum eða heima og foreldrarnir gætu haft gaman af því að spreyta sig með þeim yngstu og hjálpað til með pítsuveisluna.

Jóladagatalið verður á http://www.umferd.is/ frá 1. desember til 24. desember. Frá 18. desember verða allir gluggar dagatalsins opnir þannig að börnin geta svarað spurningum fyrir 19.-24. í tölvunni í skólanum áður en þau fara í jólafrí.

Einnig verður Umferðarstofa með jóladagatal á us.is, en það er frekar ætlað eldri krökkum eða fullorðnum. Nemendur í eldri bekkjum grunnskólans gætu haft gaman að því að spreyta sig á þeirri þraut.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir