Jólafeykir 2024 kom út sl. miðvikudag
Í þessari viku kom Jólablaðs Feykis út en undanfarin ár hefur honum verið dreift inn á öll heimili á Norðurlandi vestra. Í ár var hins vegar tekin sú ákvörðun að dreifa honum einungis í blaðaformi til áskrifenda en bjóða upp á frían aðgang að JólaFeyki á netinu. JólaFeykir er þetta árið 40 síður, stútfullt af fjölbreyttu efni, auglýsingum og jólakveðjum.
Það er óskrifuð regla að hafa kökuþátt í miðopnu og þar kennir fjölbreyttra kaka hjá dömunum í saumaklúbbnum sem heitir ekki neitt, ótrúlegt en satt en það má segja að þær séu úr Viðvíkursveit á nágrennis. Anna Björk Arnardóttir á Króknum segir sögu sína en hún fæddist með hjartagalla og var fyrsti Íslendingurinn til að fara erlendis í svona stóra hjartaaðgerð. Þá segir Þórhallur Ásmundsson sannsögulega jólasögu með skáldlegu ívafi og svo svara nokkrir einstaklingar spurningum í þættinum Jólin mín. Leikskólabörn frá Ásgarði á Hvammstanga svara nokkrum laufléttum og að sjálfsöðgu er hin ómissandi jólamyndagáta á sínum stað ásamt fullt af öðru efni sem ætti að vera lesendum til skemmtunar.
Vonandi á JólaFeykir eftir að kæta lesendur og koma fólki í örlítinn jólagír nú í upphafi jólamánaðar. Góðar stundir!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.