Jóla Melló
Síðast liðið laugardagskvöld, 19. des. var haldið Jóla Melló Á Cafe Sirop á Hvammstanga. Þar komu fram ýmsir þekktir og áður óþekktir tónlistarmenn úr héraðinu og sungu og léku allskonar tónlist, af ýmsu tagi.
Á Hvammstangablogginu segir að tónleikar þessir hafi verið haldnir um nokkura ára skeið og oftast til styrktar einhverjum sem tónleikahöldurum finnst þurfa á aðstoð að halda. Að þessu sinni rann öll innkoma af aðgangseyri til Hörpu Þorvalds og Haraldar Ægis Guðmundssonar en Matthildur, nýfædd dóttir þeirra þurfti að fara í aðgerð vegna sjaldgæfs hjartagalla sem hún fæddist með.
Þorvaldur Böðvarsson, pabbi Hörpu, tók við upphæðinni sem safnaðist en það voru 70.000 krónur og rennur þessi upphæð óskipt til þeirra.
Harpa og Haraldur búa í Salzburg í Austuríki en þurftu að fara til München með Matthildi í aðgerðina. Aðgerðin tók 5 klukkutíma og gekk vel að sögn Þorvaldar.
"Reyndar er svo þannig nú að þó svo að hlutir líti vel út í dag, miðað við það sem læknar segja, að þá getur alltaf komið eitthvað uppá og hlutir breyst til verri vega en við vonust til að allt gangi vel" sagði Þorvaldur eftir að hafa tekið við styrknum og þakkað pent fyrir. Sett hefur verið á laggirnar styrktarsíða fyrir Matthildi en HÉR má nálgast upplýsingar um hana sem og veikindasögu Matthildar.
Hægt er að sjá myndir frá kvöldinu HÉR
/hvt.123.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.