Jarðfræðiferð í Kotagil og Sæmundarhlíð
Á morgunn, laugardaginn 19. júní stendur Ferðafélag Skagfirðinga fyrir skemmtilegri jarðfræðiferð í Kotagil og í Sæmundarhlíð. Þar er fróðleg opna inn í elsta skeið jarðsögunnar í Skagafirði (Tertíer tímabilið) og í uppbyggingu fjallanna á Tröllaskaga.
Áætlað er að hittast við Náttúrustofu Norðurlands Vestra kl. 10 um morguninn og keyra fram í Norðurárdal, ganga inn í gilið og skoða sig þar um. Þar má sjá merkilegan jarðlagastafla og finna ummerki um fornskóg (steingervinga). Spáð verður í spilin og rætt um þennan tíma. Við Kotagil má sjá einnig sjá ummerki um mikla vatnavexti sem urðu í Kotá árið 1954 með tilheyrandi skriðuföllum og lögðu bæinn Ytri-Kot í eyði.
Á heimleið verður svo komið við í Sæmundarhlið þar sem sjá má annars konar jarðmyndanir sem mynduðust á síðasta jökulskeiði ísaldar.
Fararstjóri verður Helgi Páll Jónsson jarðfræðingur frá Náttúrustofu Norðurlands Vestra.
Skráning er í síma 862 2539. Nánari upplýsingar er að finna á netsíðu Ferðafélags Skagfirðinga www.ffs.is
„
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.