Jakob í Vísindum og graut

 Jakob FrímannJakob Frímann Þorsteinsson aðjúnkt mun í dag halda fyrirlestur á Hólum í fræðslufundaröðinni Vísindi og grautur. Fyrirlestur Jakobs hefst kl. 11:30 og fjallar um aksjónmenn í skólastofunni. Hvernig lærum við af reynslunni?

 

Fyrirlestur Jakobs verður í  kennslustofu ferðamáladeildar í skólahúsinu á Hólum í Hjaltadal. Að fyrirlestri loknum geta gestir keypt hádegisverð að hætti Hólamanna.

 

Mun Jakob í fyrirlestri sínum fara inn á  hugmyndafræði reynslumiðaðs náms (experiential learning) og nýting þess í kennslu. Fjallað verður um aðferðir Scott D. Wurdinger um beitingu reynslunámsaðferða í kennslustofunni. Reynt verður að svara spurningum eins og hvað er reynslumiðað nám, af hverju skilar það árangri og hvernig má beita þeim aðferðum á framhaldskóla- og háskólastigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir