Jafntefli í fyrsta leik Tindastóls

Tindastóll og Grótta skildu jöfn í fyrsta leik þeirra í í 2. deildinni.  Hvorugu liðinu tóks að skora mark. Gróttu er spáð efsta sæti deildarinnar enda hefur liðið styrkt sig verulega og hefur  góðum hópi leikmanna á að skipa.

 

Tindastóll er með nánast óbreytt lið frá síðasta ári, aðeins einn nýr leikmaður Tindastóls tók þátt í leiknum en það var Sævar Pétursson.  Þessi úrslit eru vissulega óvænt fyrir einhverja en vonandi sýnir þetta úr hverju Tindastólsliðið er búið til.

Leikurinn var ekki áferðafallegur, hann var leikinn á gervigrasvellinum á Seltjarnarnesi og einhver vindur mun hafa verið þar eins og svo oft áður.  Aðalsteinn Arnarson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum ásamt einum Gróttuleikmanni, en Aðalsteinn hefur verið í erfiðum prófum upp á síðkastið og þurfti nokkuð augljóslega að gjósa sem hann líkast til gerði þarna á Nesinu.  Það er synd að áhorfendur fái ekki að sjá Aðalstein í fyrsta heimaleik sem er á fimmtudaginn.

 

Byrjunarlið Tindastóls: Gísli Sveinsson, Aðalsteinn, Bjarki Már, Stefán Arnar, Pálmi Þór, Sævar, Árni Einar, Árni Arnars, Ingvi Hrannar, Fannar Örn og Fannar Freyr.

/Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir