Íþróttir fyrir alla á Blönduósi
Frjálsíþróttir og leikfimi verður í boði á Blönduósi fyrir alla aldurhópa í vetur. Umf. Hvöt verður með frjálsíþróttaæfingar fyrir 10 ára og eldri og leikfimi er í boði í íþróttahúsinu og Ósbæ.
Umf. Hvöt verður með frjálsíþróttaæfingar fyrir 10 ára og eldri á mánudögum kl. 16-17 og fimmtudögum kl. 17-18 í vetur. Þar verður hlaupið, gerðar teygjur, hoppað, farið í kúluvarp, langstökk, hástökk, grindahlaup, leiki og fleira þar sem Sunna Gestsdóttir verður þjálfari.
Byrjað verður aftur með 18 tíma námskeið í styrktar- og teygjuæfingum í Íþróttahúsinu á Blönduósi þar sem tímar verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:00 en fyrsti tími verður mánudaginn 5. október. Og leikfimi fyrir eldri borgara verður í Ósbæ og hefst fyrsti tími miðvikudaginn 7. október kl. 11:00 f.h.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.