Íþróttadagur og heimsókn menntamálaráðherra

Mynd: Grunnskólinn á Blönduósi

Íþróttadagur Grunnskólans á Blönduósi verður haldinn fimmtudaginn 24. september. Eins og ævinlega byrjar dagurinn kl 8:00 á Norræna skólahlaupinu en að því loknu fara allir inn í Íþróttamiðstöð. Þar verður mikið húllumhæ og eitthvað fyrir alla.
 
 
 
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun heimsækja Grunnskólann á Blönduósi á íþróttadaginn, þ.e. fimmtudaginn 24. september. Með henni í för verða m.a. fulltrúar frá samtökunum Heimili og skóli. Heimsóknin er í tilefni af Foreldraverðlaununum 2009 sem skólinn hlaut fyrir verkefnið „Tökum saman höndum". Áætlað er að ráðherra og föruneyti komi í skólann um kl. 11:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir