Ísorka bætir í þjónustuna á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.03.2024
kl. 19.08
Ísorka hefur bætt við nýrri hraðhleðslustöð á Blönduósi og nú er hægt að hlaða allt að fimm rafbíla samtímis á stöðinni. Í tilkynningu á vef Ísorku segir að komið hafi í ljós að mikil þörf hafi reynst vera á að fjölga tengjum á Blönduósi enda mikil umferð rafbíla á þessu svæði.
Um er að ræða viðbót upp á 225 kW Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 3 hraðhleðslutengi, 2x CCS og 1x Chademo.
„Þessi glæsilega stöð er að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.