Íslenskir pungar fluttir út
feykir.is
Skagafjörður
19.01.2010
kl. 11.13
Sagt er frá því á Vísi.is að hrútspungar njóti sívaxandi vinsælda víða um heim og flytur Kjötafurðastöð KS þessa afurð til annarra landa. Þykir herramannsmatur víða um heim.
„Þessi útflutningur hefur smám saman verið að vinda upp á sig en mikill áhugi er á íslenskum eistum í Asíu sem og Bandaríkjunum," segir Ágúst Andrésson hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga, um vaxandi vinsældir hrútspunga erlendis.
Djúpsteikir pungar þykja herramannsmatur í Bandaríkjunum en í Asíu er allur gangur á því hvernig pungarnir eru matreiddir.
/Vísir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.