Ísak Óli valinn í landsliðið fyrir Evrópubikar í fjölþrautum.

Áfram Ísak Óli
Áfram Ísak Óli

Um helgina, 6. og 7. júlí fer fram Evrópubikar í fjölþrautum. Mótið fer fram á eyjunni Madeira sem er hluti af Portúgal. Íþrótta- og afreksnefnd og afreksstjóri hafa valið eftirfarandi íþróttamenn á mótið.

Andri Fannar Gíslason, Benjamín Jóhann Johansen, Ísak Óli Traustason, Sindri Magnússon, Glódís Edda Þuríðardóttir og María Rún Gunnlaugsdóttir

Fararstjórar og þjálfarar eru Sigurður Arnar Björnsson, verkefnastjóri A-landsliðs, Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Gísladóttir.

Á Evrópubikar í fjölþrautum er keppt í þremur deildum og keppir Ísland í annari deild sem er sú neðsta. Keppnisfyrirkomulag er með þeim hætti að stig þriggja stigahæstu íþróttamanna hverrar þjóðar eru tekin saman og tvær stigahæstu þjóðirnar fara upp um deild. Mótið er haldið í síðasta skipti í ár og því skiptir staða Íslands meðal hinna þjóðanna ekki öllu máli. Samt sem áður er þetta mót gott tækifæri fyrir okkar fólk til þess að keppa gegn sterkum keppendum á alþjóðlegum vettvangi og vonandi ná fram persónulegum bætingum.

Feykir óskar þeim Ísak Óla og Sigurði Arnari góðs gengis á mótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir