Ísak Óli og Jóhann Björn valdir í landsliðshóp fyrir Evrópubikarinn
Evrópubikar landsliða í frjálsíþróttum verður haldin 10. – 11. ágúst á þjóðarleikvangi Makedóníu sem tekur 34.500 manns í sæti. Mótafyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í fjórum deildum; ofurdeildinni, 1., 2. og 3. deild.
Ísland er í þriðju deild ásamt tólf öðrum löndum. Keppt er í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugu greinum í kvennaflokki. Hvert land sendir einn keppenda í hverja grein og fást þrettán stig fyrir fyrsta sætið, tólf stig fyrir annað sætið og svo koll af kolli. Aðeins eitt lið kemst upp um deild og munu keppa í 2. deildinni eftir tvö ár. Árið 2017 féll Ísland niður um deild og því er stefnan sett á að komast upp aftur í ár.
Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþrótta- og afreksnefnd völdu tvo Skagfirðinga í hópinn þá Ísak Óla Traustason og Jóhann Björn Sigurbjörnsson. Ísak Óli mun keppa í 110m grindhlaupi, langstökki og í boðhlaupi sem varamaður. Jóhann Björn mun keppa í 100m, fjórum sinnum í 100m og fjórum sinnum 400m sem varamaður. Sigurður Arnar Björnsson þjálfari drengjanna mun vera einn af tíu þjálfurum liðsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.