Ísafold styður þingsályktunartillögu þess efnis að draga ESB-umsókn til baka
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.06.2010
kl. 08.17
Ísafold - félag ungs fólks gegn ESB-aðild lýsir í ályktun sem félagið hefur sent frá sér yfir stuðningi við þingsályktunartillögu þess efnis að draga beri umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.
Segir í tilkynningu frá félaginu að alþingi hafi á sinum tíma sótt um aðild án umboðs þjóðarinnar og skoðanakannanir sýni að andstaða við aðild sé mikil. Undirbúningi við umsóknarferlið sé ábótavant, auk þess sem ferlið krefjist mikilla fjármuna og tíma þegar mörg þörf málefni bíða. Því segir Ísafoldarfólk að þingsályktunartillagan sé mikið gleðiefni og vonast Ísafold til að hún verði samþykkt á Alþingi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.