Is it True? kosið besta lag áratugarins

Óskar Páll

Vísir.is greinir frá því að Eurovision-njörðarnir á Esctoday.com hafa kosið íslenska lagið Is it True? eftir Óskar Pál með Jóhönnu Guðrúnu besta lag áratugarins í þessari vinsælu keppni.

 „Ég fékk þessar fréttir í gær, þær komur skemmtilega á óvart," segir Óskar Páll Sveinsson, silfur-lagahöfundur með meiru í viðtali við Vísi.is. Íslenska Eurovision-lagið Is it True? heldur áfram sigurför sinni um Eurovision-heiminn því það var kosið lag áratugarins í netkosningu á aðdáendasíðunni esctoday.com sem er sú vinsælasta í þessum bransa. Í öðru sæti varð serbneska lagið Molitva með söngkonunni Mariju Serifovic og Rändajad frá Eistlandi hafnaði í því þriðja. Athygli vekur að norski hjartaknúsarinn Alexander Rybak kemst ekki á lista yfir 25 bestu Eurovision-lög áratugarins en hann sigraði með miklum yfirburðum í Moskvu fyrr á þessu ári.

/Vísir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir