ÍR hafði betur eftir framlengdan leik

Daanish og Svavar í baráttunni fyrr í vetur.

Tindastólsmenn léku við lið ÍR í íþróttasal Kennaraháskólans í kvöld og reyndist leikurinn æsispennandi. Eftir venjulegan leiktíma var jafnt 87-87 en það voru heimamenn í  Íþróttafélagi Reykjavíkur sem nældu í stigin tvö sem í boði voru því þeir höfðu betur í framlengingu 97-93.

Stigahæstur í liði Tindastóls var Amani Bin Daanish en kappinn skoraði 25 stig.

ÍR er með 10 stig í 7. sæti deildarinnar eftir 10 umferðir en Tindastóll er með 6 stig í 9. sæti. Næsti leikur Tindastóls í Iceland Express deildinni er hér heima þann 17. desember en þá kemur lið Fjölnis í heimsókn. Ef Tindastólsmenn ætla að setja stefnuna á sæti í úrslitakeppninni þarf liðið að fara að safna stigum og það væri því ansi gott að næla í tvö stig til viðbótar fyrir jólin.

oli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir