Indverskur kjúklingaréttur með jógúrtsósu

Ólafur og Sólrún ásamt dætrum sínum þrem, Freyju, Hörpu og Karólínu.
Ólafur og Sólrún ásamt dætrum sínum þrem, Freyju, Hörpu og Karólínu.

Matgæðingar vikunnar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Ólafur Karlsson. Sólrún er fædd og uppalin á Hofsósi en Óli er úr Mosfellsbænum. Þau hafa búið saman á Hofsósi frá byrjun 2019 og eiga þrjár dætur, þær Freyju, Hörpu og Karólínu.

Þeim finnst ekkert sérstaklega gaman að elda og hvað þá að baka en þau elska að borða saman og fara oft í skemmtilega leiki á meðan þau borða eins og hver er maðurinn. Óli er reyndar sérstaklega góður að elda úr engu og býr oft til góðan mat úr því sem til er og er uppáhalds maturinn þeirra indverskur kjúklingaréttur. 

AÐALRÉTTUR
Indverskur kjúklingaréttur

    kjúklingabringur eða lundir
    laukur
    gulrætur
    paprika
    3 stk. hvítlauksrif
    rifið engifer
    1 msk. Garam Masala
    1 tsk. paprikuduft
    matreiðslurjómi
    salt
    pipar
    smjör og ólífuolía til steikingar

Aðferð: Steikja grænmetið og krydda með paprikudufti, salti og pipar, bæta síðan við masala og rjómanum. Steikja kjúklinginn og krydda með salti og pipar og blanda honum svo saman við grænmetið og sósuna og leyfa því að malla í stutta stund. Gott að bera fram með hrísgrjónum, soyasósu, naanbrauði og jógúrtsósu(möst).

SÓSAN
Mango raita jógúrtsósa

    grísk jógúrt
    hálf agúrka, smátt skorin
    safi úr fersku lime
    fersk mynta, söxuð
    3-4 msk. mango chutney
    vorlaukur
    salt og pipar

Aðferð: Öllu blandað saman og hrært vel í.

Verði ykkur að góðu!

Sólrún Björg og Ólafur skora á Fanneyju Birtu og Fandam sem næstu matgæðinga

„Við höfum setið nokkur matarboðin hjá þeim og þar er boðið upp á afar góðan mat!“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir