ICELAND HVAMMSTANGI 530 THORFINNSSTATHIR

thomasÁrið 2008 dvaldi svissneskur listamaður Thomas Baggenstos á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi við venjuleg sveitastörf og upplifði ýmsa hluti sem urðu honum innblástursefni til listsköpunar.

 Afrakstur dvalarinnar á Íslandi er sýning í Sviss undir heitinu ICELAND HVAMMSTANGI 530 THORFINNSSTATHIR í Vitrine Kunstraum í Luzern. Sýningin stendur til 29. okt. Hægt er að skoða hana að hluta HÉR  .  Baggenstos hefur haldðið fjölda sýninga, bæði einkasýningar og samsýningar, og stefnir að annarri Íslandsdvöl á næstu árum.

 Thomas kom til Þorfinnsstaða eftir að frænka hans hafði dvalið þar fyrir nokkrum árum og þar upplifði Baggenstos hluti sem hann hefur aldrei gert sér grein fyrir áður. Hann fór að velta  einmannaleikanum fyrir sér, fegurðinni, dauðanum og ástinni. Krakkarnir á Þorfinnsstöðum, „skrímslin“ eins og stundum hefur verið sagt með góðlátlegu undirtóni, urðu honum einnig að innblástursefni. Hann er lærður múrari og myndhöggvari, en fæst einnig við málverk, dúkprentun, og fleira.

 Heimasíða Thomasar er á slóðinni http://www.baggstone.com/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir