Íbúum fjölgar á Norðurlandi vestra
Nú liggja fyrir tölur um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum hinn 1. desember 2009. Þá voru íbúar með lögheimili á Íslandi 317.593. Ári áður var íbúafjöldi 319.756 og er fækkun milli ára því um 2.163 íbúa eða 0,7%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um níu íbúa á milli ára.
Á Norðurlandi vestra voru íbúar alls hinn 1. desember s.l. 7404 sem er fjölgun um 9 manns milli ára en árið 2008 voru þeir samtals 7395. Fjölmennasta sveitarfélagið á Norðurl. vestra er Svf. Skagafjörður með 4137 íbúa en Skagabyggð er það fámennasta með 106 íbúa.
Eftirfarandi tafla sýnir íbúafjölda sveitarfélaga á Norðurl. vestra samkv. bráðabirgðatölum Hagstofunnar og seinni talan segir til um fækkun eða fjölgun íbúa:
Svf. Skagafjörður 4137 +60
Húnaþing vestra 1122 -20
Blönduósbær 879 -29
Svf. Skagaströnd 519 -4
Húnavatnshreppur 433 +7
Akrahreppur 208 -9
Skagabyggð 106 +4
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.