Íbúar almennt óánægðir með aðgengi að upplýsingum

radhus4Á fundi menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar í gær kom fram að í nýlegri þjónustukönnun Capacent Gallup kemur fram að íbúar í Skagafirði eru almennt óánægðri með aðgengi að upplýsingum um afgreiðslu mála og ákvarðanatöku hjá sveitarfélaginu. 

Í ljósi þessarar niðurstöðu skorar nefndin á aðrar nefndir og ráð sveitarfélagsins að bregðast við vilja íbúa með því að fylgja ákvörðunum sínum betur eftir með aukinni kynningu til íbúa. Ennfremur ákvað nefndin að taka heimasíðu sveitarfélagsins til endurskoðunnar.

Aðrar niðurstöður í könnuninni sem snúa að nefndinni eru jákvæðari. Íbúar virðast almennt á þeirri skoðun að  menningarframboð hafi aukist frá síðustu könnun árið 2005. Þá fengu söfn í sveitarfélaginu góða dóma íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir