Íbúafundur um hönnun á bættu aðgengi í Staðarbjargavík

Staðarbjargavík. MYND: LANDFORM / SKAGAFJÖRÐUR.IS
Staðarbjargavík. MYND: LANDFORM / SKAGAFJÖRÐUR.IS

Hönnunarferli vegna aðgengis fyrir ferðamenn í Staðarbjargavík á Hofsósi stendur nú fyrir dyrum en í síðustu úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hlaut Skagafjörður styrk fyrir hönnun á bættu aðgengi á svæðinu. Sveitarfélagið boðar því til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi þriðjudaginn 12. september og hefst fundurinn kl 17:00.

Staðarbjargarvík er þekkt fyrir stuðlaberg og hefur ferðamannastraumur í víkina aukist jafnt og þétt síðustu ár. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að nú liggi tréstígi, sem kominn er til ára sinna, niður á stuðlabergsklöppina og veiti þaðan aðengi í víkina. Mikilvægt þykir að bæta öryggi þeirra sem leggja leið sína í Staðarbjargavík.

„Í sumar hófst gagnaöflun um svæðið þar sem mælingar voru framkvæmdar og teknar myndir af svæðinu sem notað verður í hönnunarvinnuna. Fyrirtækið Landform landslagsarkitektar munu halda utan um hönnunarvinnuna en þau hafa meðal annars komið að bættu aðgengi við Seljarlandsfoss, Skógafoss og Dynjanda,“ segir í fréttinni.

Allir sem áhuga hafa á verkefninueru hvattir til að koma og kynna sér verkefnið ásamt því að taka þátt í mótun þess. Til að áætla fjölda þarf að skrá sig á fundinn með því að smella hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir