Íbúafundur í dag á Húnavöllum

Íbúar í Húnavatnshreppi eru boðaðir til almenns sveitarfundur á Húnavöllum mánudaginn 19. apríl n.k. kl. 20.30. Þorvaldur Böðvarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hvammstanga og Magnús V. Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi verða meðal fundarmanna og ræða um samgöngumál.

Dagskrá fundarins:

1. Settning fundar, skipan starfsmanna.

2. Skýrsla oddvita.

3. Kynning á ársreikningum sveitarfélagsins og umræður um þá.

4. Umræður um samgöngumál.

Þorvaldur Böðvarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hvammstanga og Magnús V. Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, sitja fundinn undir þessum lið.

5. Almennar umræður um málefni sveitarfélagsins.

6. Önnur mál.

7. Fundarslit.

Kaffiveitingar verða á fundinum.

Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir