Í FÚLUSTU ALVÖRU

haukur_frontBókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina HAUKUR Á RÖÐLI – Í FÚLUSTU ALVÖRU, skráða af Birgittu H. Halldórsdóttur.

Í bókinni segir Haukur Pálsson, bóndi á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu, frá lífshlaupi sínu og upplifunum.  Hann missti ungur foreldra sína og fékk að kynnast lífsbaráttunni í stórum hópi systkina á kreppuárunum. Sagt er frá stríðsárunum; lífreið undan fallbyssukúlum bandamanna, dvöl í Hólaskóla og hvernig hann falsaði sitt eigið kennsluvottorð til bílprófs, en síðar varð hann ökukennari til margra ára!

Ennfremur segir Haukur frá starfi sínu sem bóndi, vélamaður, gorkarl og skemmtikraftur og lýsir samferðarmönnum sínum og nágrönnum á óborganlegan hátt.  Þar má nefna landsþekkta hagyrðinga, bruggara og betri borgara.  Þá eru hér frásagnir af hrossaþjófnaði og árás vegna væntanlegrar Blönduvirkjunar, svo eitthvað sé nefnt í þessari bráðsmellnu bók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir