Í dag er ekki góður dagur til að sleikja ljósastaura

Náið samband við hélaðann ljósastaur er í öllum tilvikum óráðlegt.

Það er svosum ekki amalegt veðrið þennan miðvikudaginn; vindur með rólegra mótinu, frostið nálægt fimm gráðum og því ekki góður dagur til að fara í sleik við ljósastaura. Veðurstofan gerir ráð fyrir sæmilegu veðri framan af degi hér á Norðurlandi vestra en spáð er vaxandi norðaustanátt og éljum í kvöld og bætir þá talsvert í vindinn.

Slydda eða snjókoma í fyrramálið, en rigning síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en um frostmark við sjóinn. Hiti 0 til 5 stig síðdegis á morgun.

Það er sennilega rétt að taka það fram að þó dagurinn í dag sé sannarlega ekki góður dagur til að sleikja ljósastaura þá mælir Feykir.is alls ekki með því að slíkt sé gert aðra daga eða þegar betur viðrar. Hér er því varað við slíku athæfi alla daga ársins.

oli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir