Hvöt í 3ja riðli B-deildar

hvot-logoNú liggur fyrir að Hvöt verður í 3ja riðli B-deildar karla í Deildarbikarkeppni KSÍ í knattspyrnu. Dregið var í riðla fyrir helgi og í riðlinum með Hvöt eru lið Aftureldingar, BÍ/Bolungarvík, KV, Víðir og Ýmir.

Leikin verður einföld umferð, sigurvegarar riðlanna og liðið með besta árangur í 2. sæti komast í úrslitakeppni. Samtals 4 lið. Þá hefur framherjinn sterki, Muamer Sadikovic eða Mummi, skipt um félag á Íslandi og mun leika með Þrótti í 1. deild að ári. Mummi varð næst markahæstur í 2. deildinni í sumar og skoraði 20 mörk fyrir félagið í deild og bikar. Hann var síðan valinn í lið ársins sem fyrirliðar og þjálfarar völdu fyrir Fótbolta.net.

/Húni.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir