Hvetja til þátttöku á Unglingalandsmóti

 Á heimasíðu UMSS eru allir hvattir til þess að mæta á Unglingalandsmót sem haldið verður í Borganesi um  verslunarmannahelgina.

 Þátttökugjald er 6.000 krónur fyrir hvert barn, en fari skráning fram í gegnum umss@simnet.is þá niðurgreiðir UMSS gjaldið um 3.000 krónur. Einnig er hægt að skrá sig í síma 453-5460 á skrifstofutíma.

Svo allir verði sem best undirbúnir fyrir mótið, verður haldinn foreldrafundur þriðjudagskvöldið 13. júlí kl. 20:00 í Húsi Frítímans. Þar mun Ómar Bragi landsfulltrúi UMFÍ fara yfir málin fyrir mótið og mun svara öllum þeim spurningum sem tengjast mótinu.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir