Hvert er markmiðið með söfnun örnefna og hvaða hlutverki gegna örnefni í nútímasamfélagi?
Menningarráð Norðurlands vestra og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Norðurlandi vestra þriðjudaginn 22. september, kl. 16.00, í Snorrabúð á Hótel Blönduósi.
Á fundinum mun Svavar Sigmundsson stofustjóri Örnefnasafns Stofnunar Árna Magnússonar flytja erindi um mikilvægi örnefnasöfnunar og stöðu mála á Norðurlandi vestra. Einnig mun Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, fjalla um þýðingu örnefna við ritun byggðasögunnar og Rafn Sigurbjörnsson, oddviti Skagabyggðar, greinir frá framkvæmd skipulegrar örnefnaskráningar í Skagabyggð.
Fyrirspurnir og umræður að loknum inngangserindum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.