Hver voru vonbrigði ársins 2009?
Netkannanastjóri Feykis hefur sprengt af sér fjötrana eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara upp á síðkastið. Nú er sprottin fram ný könnun og geta æstir netkannanaþátttakendur nú kosið um vonbrigði ársins 2009. Uppskriftin að könnuninni er fiftífiftí grín og alvara og ekki hugmyndin að móðga neina... nema kannski aðdáendur Liverpool en þeir eru reyndar komnir með ansi þykkan skráp.
Þá hefur sú nýbreitni verið tekin upp að þátttakendur geta kosið þrjú vonbrigði í einu en það ætti að reynast þeim vel sem hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum á árinu. Netkönnunin er rétt fyrir neðan miðja síðu Feykis.is og þarf því að skrolla svolítið til að taka þátt.
Ef lesendur vilja koma á framfæri einhverjum öðrum vonbrigðum en þeim sem hér gefst kostur á að greiða atkvæði um þá geta þeir sent póst á neðangreint netfang.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.