Hver að verða síðastur til að sjá Rúa og Stúa

Bæjarstjórinn segir frá

Leikfélag Sauðárkróks hefur undanfarið sýnt barnaleikritið Rúa og Stúa eftir Skúla R. Hilmarsson og Örn Alexandersson í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar.  Alls eru 7 sýningar búnar og hafa gengið ljómandi vel, ekki einu sinni svínaflensan hefur slegið leikhópinn út af laginu.

Hallgerður og trúðarnir

Grunnskólanemendur hafa fjölmennt á leikritið, aukasýning var sett á fyrir Húnavallaskóla sem eins og undanfarin ár fyllti næstum því salinn.  Foreldrafélag Árskóla hefur niðurgreitt aðgöngumiða fyrir fyrsta, annan og þriðja bekk eins og svo oft áður og stór hópur frá Grunnskólanum Austan vatna er væntanlegur á sýningu um helgina.

Hópmynd af leikurum öllum

Rúi og Stúi eru dálítið einkennilegir uppfinningamenn sem hafa fundið upp vélina Nemesis, en hún getur búið til eða lagað næstum hvað sem er. Bæjarbúar eru afskaplega ánægðir með Nemesis og nota hana mikið, en þegar hún bilar og bæjarstjórinn hverfur stendur mönnum ekki á sama. Um svipað leiti sést skuggalegur karakter á kreiki í bænum að næturlagi og ýmsir hlutir hverfa úr fórum bæjarbúa - hvað gera menn þá?

 

Jóhanna að sminka

Nú eru einungis 4 sýningar eftir af Rúa og Stúa, í kvöld föstudag, tvær á laugardag og síðasta sýningin er svo á sunnudaginn næsta.  Þess ber að geta að miðaverð er það sama og á önnur barnaleikrit undanfarin ár, 1700 krónur, en LS býður líka upp á hópafslátt fyrir 10 eða fleiri og er miðinn á þá 1300 krónur.  Miðasala er í síma 849-9434 og í Kompunni hjá Herdísi, sjá nánar á www.skagafjordur.net/ls

 

Lokalagið

Þeir sem í næstu viku hafa enn ekki fengið nóg af Rúa og Stúa geta skroppið á suðvesturhornið, því svo skemmtilega vill til að Leikfélag Kópavogs er líka að sýna Rúa og Stúa um þessar mundir.  Nokkur munur er þó eflaust á sýningunum, alls eru 13 leikendur í uppsetningu LS en bara 6 í Kópavoginum.

Rúi, Prófessor og Stúi

 

Trúðar blása í blöðrur

 

Trúðar og Bersteinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir