Hvatarmenn sigruðu Staðarskálamótið í körfubolta
Hið rómaða Staðarskálamót í körfubolta fór fram í gær og mánudag en spilað var í íþróttahúsinu á Hvammstanga. Átta lið voru skráð til leiks og spilaðir voru 20 mínútna langir leikir í tveimur riðlum. Lið frá Hvöt spilaði á mótinu og gerði sér lítið fyrir og sigraði Kormák eldri í úrslitum eftir hörkuleik.
Í stuttu viðtali sem Húni.is átti við Magnús V. Ómarsson, fyrirliða og eiganda liðsins, sagði Magnús að flest allir leikirnir hefðu verið hnífjafnir en Hvatarmenn voru með leynivopn í honum sjálfum og það gerði gæfumuninn. Fyrir þá sem vilja bera sigurlaunin augum þá er hægt að sjá bikarinn í íþróttahúsinu á Blönduósi í dag en einn leikmaður liðsins, Róbert D. Jónsson verður þar og mun lýsa síðustu mínútum úrslitaleiksins fyrir gestum.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.