Hvatarmenn fá nýjan markmann á undanþágu
Húni.is segir frá því að Hvatarmenn hafa fengið undanþágu frá KSÍ til að fá Atla Jónasson markvörð KR á láni þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn sé lokaður. Nezir Ohram, markvörður Hvatar, meiddist gegn Víði um helgina og verður frá keppni í nokkrar vikur.
Atli hefur leikið þrjá leiki með KR í sumar en hann hefur verið varamarkvörður liðsins fyrir Stefán Loga Magnússon og síðan fyrir Andre Hansen.
Atli, sem er 21 árs, lék með Haukum á láni í fyrra og fyrir tveimur árum varði hann mark Reynis frá Sandgerði en hann var einnig á láni þá. Atli mun leika sinn fyrsta leik með Hvöt gegn Magna í dag.
Feykir.is sendir Hvatarmönnum baráttukveðjur í leiknum gegn Magna og segir hátt í skýrt. Áfram Hvöt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.