Hvalur við Kleif
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
08.04.2009
kl. 15.05
Dauður hvalur marar nú í flæðarmálinu skammt norðan við bæinn Kleif á Skaga. Að sögn Jóns Benediktsonar bónda á Kleif urðu sjómenn varir við hvalinn á reki í sjónum fyrir helgi.
Þetta mun vera búrhvalur en hann er stærstur allra tannhvala. Búrhvalir eru 8-20 m á lengd og 20-50 tonn að þyngd.
Ekki hefur hvalurinn á Skaga verið mældur enn þá, en glöggt smiðsauga blaðamanns giskar á að um 12m dýr sé að ræða.
Hægt er að fræðast nánar um hvali HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.