Hús frítímans fær styrk frá EUF
Landsskrifstofa Evrópu unga fólksins, EUF, hefur ákveðið að styrkja verkefnið EUROINFOPOINT -HÚS FRÍTÍMANS. Hér er um að ræða verkefni sem fóstrað er innan Húss frítímans en fleiri koma þó að, eins og Fjölbrautaskólinn, Rauði krossinn og Sauðárkrókskirkja.
Hingað koma tveir sjálfboðaliðar frá Ungverjalandi og Serbíu og munu þeir vinna að því að þróa þátttöku ungs fólks í Skagafirði í EUF og einnig að efla þátttöku útlendinga sem hér búa í tómstundum. Sjálfboðaliðarnir verða hér í 7 mánuði og munu taka þátt í starfi með unglingum í Vinnuskólanum í sumar. Þeir koma til landsins í byrjun árs. Þetta er í þriðja sinn sem sjálfboðaliðar á vegum EUF koma hingað í Skagfjörð en einn þeirra Ivano Tasin frá Ítalíu hefur einmitt ílengst hér og stýrir nú Húsi frítímans. Þess má geta að Frístundasvið sveitarfélagsins hefur fengið marga styrki frá Landsskrifsstofu Evrópu unga fólksins síðustu ár í fjölmörg Evrópuverkefni sem hafa veríð í gangi á vegum sviðsins.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.