Húnvetningar skuldsettir vegna stofnfjárkaupa
Greint er frá því í Morgunblaðinu að um fimmta hvert heimili í Húnaþingi vestra og Bæjarhreppi standi frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda eða persónulegu gjaldþroti vegna skuldsettra kaupa á stofnfé í Sparisjóði Húnaþings og Stranda.
Til að styrkja stöðu sjóðsins, áður en gengið var frá fyrirhugaðri sameiningu sjóðsins við Sparisjóð Keflavíkur, var ákveðið að auka stofnfé, sem var um 1,9 milljónir, í 1,9 milljarð. Það þýðir um 1000-földun stofnfjárins. Landsbankinn fjármagnaði stofnfjáraukninguna að mestu með lánum í erlendri mynt.
Um 140 stofnfjáreigendur tóku lán til kaupanna með veðum í bréfunum sjálfum, en einnig er persónuleg ábyrgð á þeim. Margir skulda milljónatugi og dæmi eru um fjölskyldur sem skulda á annað hundrað milljónir.
Sjá nánar á Mbl.is >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.