Hundraðasta Skáldaspírukvöldið
Mánudaginn 2. nóvember kl. 20.00 verður haldið í Safnahúsinu á Sauðárkróki hundraðasta Skáldaspírukvöldið sem Benedikt S. Lafleur stendur fyrir.
Á dagskránni verður upplestur og söngur ýmissa listamanna og boðið verður upp á veglegar veitingar í hléi. Aðgangur er ókeypis en viðburðurinn er styrktur af Menningarráði Norðurlands Vestra
Fram koma:
Sigurður Pálsson, nýútkomin ljóð og þýðing
Sigurður Hansen, ljóð
Andrea Marke, ljóð
Gísli Þór Ólafsson, ný ljóð – frumsamin lög
Benedikt S. Lafleur, nýútkomið greinasafn – Glíman við Glám
Steinunn H. Hafstað, ljóð
Eyþór Árnason, nýútkomin ljóðabók
Hjalti Pálsson, vísur og sögur
Nemendur úr Söngskóla Alexöndru syngja á milli upplestraratriða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.