Húnavellir verða þéttbýlisstaður

Húnavellir. Mynd: Mats Wibe Lund

Sveitastjórn Húnavatnshrepps hefur samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi þar sem kynnt verður breyting á gildandi svæðisskipulagi Austur- Húnavatnssýslu og Húnavellir gerðir að þéttbýlisstað. Samkvæmt hinni nýju tillögu er gert ráð fyrir  þéttbýli við Húnavelli.

Svæðið sem um ræðir liggur austan Húnavallaskóla undir hlíðum Reykjanibbu og nær yfir um 15 ha svæði sem tengist byggð við Húnavallaskóla. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir hefðbundnu íbúðarsvæði með einbýlis- og parhúsum, auk þess er gert ráð fyrir stærri smábýlalóðum. Austast á svæðinu er gert ráð fyrir lóðum undir atvinnustarfsemi. Í gildandi svæðisskipulagi er landnotkun á svæðinu landbúnaðarland, en í aðalskipulagi sem er í vinnslu fyrir Húnavatnshrepp er gert ráð fyrir að svæðið verði skilgreint sem þéttbýlisstaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir