Húnavaka vel sótt - Árgangagrillið komið til að vera

Frá árgangagrillinu á Húnavöku.
Frá árgangagrillinu á Húnavöku.

Húnavaka var haldin í tuttugasta sinn sl. helgi. Hátíðin tókst vel að sögn skipuleggjenda, þrátt fyrir kalt veður en vegna þess voru sumir viðburðir færðir undir þak sem kom þó ekki að sök.

Hátíðin hófst á grillveislu í boði sveitarfélagsins þar sem 63‘ árgangurinn og Óli úr 83‘ árganginum grilluðu fyrir mannskapinn, en sá viðburður mun vera nýjung á hátíðinni sem tókst vel. „Fimmtudagskvöldið stendur svolítið upp úr og er markmið okkar að hafa grillið sem árlegan viðburð og gera meira í kringum að. Skora á alla sem eru fæddir 1964, 1974 og 1984 að setja sig í startholurnar fyrir árgangagrillið á næsta ári,“ segir Kristín I. Lárusdóttir, Menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúi Húnabyggðar.

Allir viðburðir hátíðarinnar voru vel sóttir og var uppselt á dansleik með Bandmönnum í Félagsheimilinu á laugardagskvöldið.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum styrktaraðilum, því án þeirra gætum við ekki haldið hátíðina í þeirri mynd sem hún er og boðið upp á alla þessa fríu viðburði. Einnig langar mig að þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar. Sérstakar þakkir til starfsfólks þjónustumiðstöðvar Húnabyggðar, samstarfélaga minna á skrifstofu Húnabyggðar og til Kristínar og Gumma hjá Hafa gaman,“ segir Kristín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir