Hrossaræktendur bjóða heim

 Hrossaræktendur í Skagafirði eru ekki að baki dottnir þó ekkert sé landsmótið í ár en þeir munu á svokallaðri sumarælu opna bú sín og bjóða gestum og gangandi að skoða ræktun sína.  Þá verður hrossræktardagur á Vindheimamelum laugardaginn 3. Júlí.

Á hrossaræktardeginum verður boðið upp á yfirlitsýningu kynbótahrossa, ræktunarbúsýningar, stóðhesta, grill og gaman.  Þá verður hestamennateiti á Hótel Varmahlíð það sama kvöld.

Búin sem munu opna starfsemi sína munu gera það frá 28. júní til 4. júlí. Opið verður frá   13:00 -  17:00 þá daga.

Ytra Skörðugil  fimmtudagur

Vatnsleysa föstudagur

Miðsitja föstudagur og sunnudagur

Syðra Skörðugil  laugardagur og sunnudagur

Hjaltastaðir Sunnudagur (Leðurvinnustofan opin alla vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir