Hrefnukjöt í soyjasósu og Teiryaki-fiskréttur

Það eru hrossaræktendurnir og tamningafólkið á Efri-Mýrum þau Sandra Maria Marin og Ragnar Stefánsson sem koma með ljúffengar uppskriftir að þessu sinni. Þau sækja hráefnið í hafið og bjóða upp á hrefnukjöt og ýsu sem eru tilreidd á snyrtilegan hátt.

Hrefnuforréttur
Kryddlegið hrefnukjöt í soyjasósu, hunangi og balsamediki.

Látið liggja í þrjá tíma og snöggsteikið svo á grillpönnu.

Mauk:

  • Rauðlaukur steiktur í olíu
  • 2 msk hunang

Balsamedik (t.d. Fattorie Giacobazzi-Balsamix) Soðið saman í mauk, kjötið skorið niður og borið fram með snittubrauði.

 

Teiryaki-fiskréttur fyrir 4 

  • 2 ýsuflök, skorin niður
  • 3 bollar soðin hrísgrjón
  • 1,5 dl teriyakisósa (Kikkoman)
  • Rifin hvítlaukur
  • 1 dós af kotasælu
  • 1 dós af sveppum
  • 1 dós af maís
  • Sett saman í eldfast mót. Rjómi og rifinn ostur settur yfir.
  • Bakið í ofni 180 þangað til að osturinn er gylltur.

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir