Hráskinka og saltfiskur á pizzuna
Þessa vikuna ætla þau Erla Björg Evensen og Guðmundur Haraldsson sem margir þekkja sem Árbakkahjónin á Blönduósi að deila með okkur uppskriftum vikunnar. Þetta eru girnilegar uppskriftir af smápizzum, sesamlaxi og pönnukökudesert.
Smápítsur með hráskinku og saltfisk
- Smjördeig (keypt tilbúið)
- Hráskinka
- Saltfiskur, gott hnakkastykki
- Tapenadas frá Sacla, paprika
- Ólífur svartar í sneiðum
- Rifinn ostur.
Smjördeigið flatt út í litlar pizzur ca. 10 cm. þvermálSmurt á Tapenadas. Dreift yfir í litlum og þunnum bitum saltfiski og hráskinku ásamt ólífum og osti. Bakað í ofni við 180° þar til góðum lit er náð.
Sesamlax á kryddjurtakartöflumús með ferskum ávöxtum og berjum
Laxaflak beinhreinsað og roðflett, skorið í hæfileg stykki.
Ofan á laxinn
- 6 hvítlauksgeirar
- 2 dl. ólífuolía
- 3 dl. sæt chilisósa
- 2 msk. grænmetiskraftur
Sósan er maukuð saman með töfrasprota. Hún geymist mjög vel. Laxinn er penslaður með sósunni. Saltað og piprað yfir og stráð sesamfræi á. Bakað í ofni við 160° í 8-10 mín.
Kryddjurtakartöflumús
- Kartöflur skrældar og soðnar.
- Maukaðar og hrærðar saman með íslensku smjöri og rjóma.
- Pipar og salt.
- Smakkað til með ólífuolíu sem hefur verið maukuð saman með ýmsum ferskum kryddjurtum.
(gott er t.d. hvítlaukur og basilika)
Þetta er síðan borið fram með ýmsum góðum ávöxtum og berjum (það besta úr grænmetisborði hverju sinni.)
Í eftirrétt bjóðum við uppá pönnukökur með ís og grandsósu
- Pönnukökur hitaðar í ofni stutta stund.
- Þrjár kúlur af vanilluís inní. Pönnukakan brotin saman til hálfs.
- Gott að hafa jarðaber með.
- Góð heimalöguð súkkulaðisósa yfir og Grand Marnier dreift á að lokum.
Verði ykkur að góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.