Hrafnhildur í Færeyjum á vegum Wild North

hrafnhildurDagana 6. - 8. október munu samstarfsaðilar The Wild North verkefnisins sitja fund og námskeið í Þórshöfn í Færeyjum. Námskeiðið ber titilinn "Handle with care" (Umgangist varlega) og er hið fyrsta í þriggja námskeiða seríu á vegum verkefnisins.
Samtals eru þátttakendur á fundinum og námskeiðinu um fjörutíu talsins, en skipulag viðburðarins er á höndum Selaseturs Íslands. Fulltrúar Selasetursins á fundinum verða Sandra M. Granquist og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, er hún er jafnframt verkefnisstjóri The Wild North og sér um skipulagningu viðburðarins. Fundurinn og námskeiðið eru styrkt af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra, NORA (Nordisk Atlantsamarbejde) og NATA (North Atlantic Tourism Association).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir