Hótel á hjólum

Ferðaþjónustubændur á Hofsstöðum í Skagafirði fara ekki troðnar slóðir en í nótt og fram á morgun ferjuðu þau nánast fullbúið 12 herbergja hótel frá Selfossi og heim á hlað.
Um þrjú hús var að ræða og voru þau flutt á þremur bílum en alls tók ferðalagið 8 klukkustundur og tóku húsin allan veginn svo ekki var unnt að keyra fram úr né mæta með góðu móti. Að sögn Rósu Vésteinsdóttur gekk fluttningurinn vonum framar og segir hún að vegfarendur hafi sýnt þessum óvenjulega fluttningi mikinn skilning.

Húsin verða nú sett á grunna við Hofstaði tengd með pöllum og mun hótelið opna næst komandi mánaðarmót. Aðspurð segir Rósa að vel líti út með bókanir í sumar og hafi sú staðreynd að ekkert varð að landsmóti lítil áhrif haft á þennan rekstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir