Hollvinasamtök til stuðnings Sögusetri íslenska hestsins
Þáttaskil urðu í starfsemi Söguseturs íslenska hestsins vorið 2010 er það fékk húsnæði á Hólum undir starfsemi sína, þ.e. sýninga-, rannsókna- og starfsaðstöðu. Um er að ræða hesthús sem var reist árið 1931 á grunni gamla skólahússins sem brann á 3. áratug 20. aldar.
Framundan eru kostnaðarsamar aðgerðir vegna endurgerða á húsnæðinu og uppsetningu sýningar um íslenska hestinn. Fyrirhugað er að opna fyrsta áfanga sýningarinnar af þremur sumarið 2010. Af því tilefni hafa verið stofnuð Hollvinasamtök til að stuðla að uppbyggingu öflugs, alþjóðlegs þekkingarseturs um sögu íslenska hestsins. Sögusetrið er með höfuðstöðvar í Skagafirði en þjónar öllum Íslandshestaheiminum.
Einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök geta gerst Hollvinir og stutt við uppbygginguna með eftirfarandi hætti:
1. Stuðningi að upphæð 5.000 eða 10.000 krónum á ári - sendur er heim gíróseðill 1x á ári. (1. september)
2. Fært Sögusetrinu muni, ljósmyndir, skjöl og annað sem tengist hestinum.
3. Fjárframlagi að eigin vali, sjá reikningnúmer neðar.
Reikningsnúmer: 1125-05-252010
Kennitala: 471206-0320
Þeir sem velja leið 3, þ.e. að leggja beint inn á reikninginn gerast sjálfkrafa Hollvinir aðrir þurfa að senda póst eða hringja til að skrá sig.
Kjósi Hollvinir að láta nafn síns ekki getið opinberlega eru þeir vinsamlegast beðnir um að koma þeim skilaboðum til Söguseturs íslenska hestsins
Nánari upplýsingar og skráning:
www.sogusetur.is, friend@sogusetur.is, s. 4556345, 896 2339
Vinsamlega takið eftirfarandi fram: Nafn, kennitala, heimili, póstnúmer og staður, heimasími, farsími.
Sögusetur íslenska hestsins þakkar öllum þeim sem þegar hafa stutt Setrið með einum eða öðrum hætti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.