Hólaskóli á Líffræðiráðstefnunni 2009

logo-holarÍ tilefni af 30 ára afmæli líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar háskólans verður haldin ráðstefna dagana 6. og 7. nóvember. Háskólinn á Hólum tekur þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Öskju, Háskóla Íslands, húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og Norræna húsinu.

 Samkvæmt skráningu eru 105 erindi á ráðstefnunni, auk 5 yfirlitserinda. Að auki hafa 110 veggspjöld verið skráð og mögulegt að einhver bætist við á síðustu metrunum. Um 390 manns hafa komið að þessum rannsóknum og búist er við um 250 þáttakendum á ráðstefnuna.

 Þátttakendur frá Hólum birta fjölda veggspjalda og halda erindi en hægt er að sjá hvað Hólar verða með á vefsíðu þeirra á Hólar.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir