Hólar í Nýsköpun og íslensk vísindi

Útskriftarhópur frá Hólaskóla vorið 2009

Háskólinn á Hólum verður með í tveimur þáttum um Nýsköpun og íslensk vísinidi sem sýndir verða vikulega á Rúv fram að jólum en fyrsti þáttur var sýndur sl. fimmtudag.    Hver þáttur inniheldur þrjú ólík viðfangsefni. Þannig kynnast áhorfendur 36 áhugaverðum verkefnum úr flestum geirum vísinda og tækni en í þeim efnum er mikil gróska.

Meðal þess sem tekið verður fyrir og tengist Hólum eru tvö viðfangsefni: Kynbætur á bleikju og matarferðaþjónusta. Í tengslum við matarferðaþjónustuna er rætt við Laufeyju Haraldsdóttur lektor í ferðamáladeild og tveir staðir eru heimsóttir í Skagafirði sem sinna matarferðaþjónustu. Í tengslum við bleikjukynbæturnar verður rætt við Einar Svavarsson verkefnisstjóra verkefnisins, Arnþór Gústafsson og Skúla Skúlason.
 
Umsjónarmaður með þáttunum og kynnir er hinn góðkunni Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðvísindamaður. Hann hlaut viðurkenningu Rannís 2008 fyrir kynningu á vísindum.  Framleiðandi er Lífsmynd en stjórnandi Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir