Höfðaskóli 70 ára
Höfðaskóli efnir til samkeppni um skólasöng (lag og texti) og merki skólans.Lagið þarf að vera í þægilegri söngtóntegund og textinn þarf að einhverjum hluta að passa einkennisorðum skólans. Merki skólans verður notað sem táknmynd hans á opinberum vettvangi. Einkennisorð skólans eru styrkur, vinsemd, virðing.
Tillögum skal skilað útprentuðum (merki) og auk þess rafrænt á geisladiski eða gagnalykli. Tillögur þurfa að vera merktar með dulnefni eða númeri og þeim skal fylgja seðill með nafni í lokuðu umslagi. Umslagið skal merkt sama
dulnefni eða númeri og tillagan.
Veitt verða ein verðlaun fyrir hvora tillögu fyrir sig að upphæð 50 þúsund krónur.
Í dómnefnd verða 5 aðilar; fulltrúar starfsmanna, nemenda og foreldra nemenda Höfðaskóla, skólastjóri og fagaðili fyrir hvora tillögu.
Öllum tillögum verður skilað innan tveggja mánaða frá skilafresti.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Höfðaskóla, Hildur Ingólfsdóttir. 4522800/8490370, netfang; hofdaskoli@skagastrond.is
Skilafrestur er til 1. febrúar 2010
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.